Mosfellingar mæta Val í úrslitum

Afturelding spilar til úrslita á morgun.
Afturelding spilar til úrslita á morgun. Kristinn Ingvarsson

Það verða Afturelding og Valur sem mætast í úrslitum deildabikars karla í handknattleik á morgun, en Mosfellingar lögðu ÍR í síðari undanúrslitaleiknum nú rétt í þessu, 26:20.

Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik, en Afturelding náði góðum kafla undir lokin og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 13:10.

Mosfellingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik, náðu mest fimm marka forskoti og ekkert stefndi í endurkomu ÍR-inga. Það gekk eftir, lokatölur 26:20 fyrir Aftureldingu.

Úrslitaleikur Mosfellinga og Valsmanna fer fram klukkan 16 á morgun í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Mörk Aftureldingar: Kristinn Bjarkason 4, Jóhann Jóhannsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Birkir Benediktsson 4, Ágúst Birgisson 3, Elvar Ásgeirsson 3, Gunnar Þórsson 1, Hrafn Ingvarsson 1, Hrannar Guðmundsson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.

Mörk ÍR: Brynjar Valgeir Steinarsson 6, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Sturla Ásgeirsson 3, Ingi Rafn Róbertsson 2, Eggert Sveinn Jóhannsson 1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1, Arnar Guðmundsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert