Geir fær sterkan línumann

Zeljko Musa fær óblíðar móttökur hjá tveimur leikmönnum Aalborg í …
Zeljko Musa fær óblíðar móttökur hjá tveimur leikmönnum Aalborg í leik með Kielce í Meistaradeild Evrópu í vetur. AFP

Þýska handknattleiksliðið Magdeburg, sem Geir Sveinsson þjálfar, fær góðan liðsauka næsta sumar en þá kemur króatíski línumaðurinn Zeljko Musa til félagsins frá Vive Kielce í Póllandi.

Musa hefur leikið með Kielce frá 2012 og var þar samherji Þóris Ólafssonar í tvö ár. Hann er 28 ára gamall landsliðsmaður Króata og er á leiðinni með þeim á HM í Katar.

Steffen Stiebler, íþróttastjóri Magdeburg, segir á vef félagsins að Musa hafi verið sá línumaður sem félagið vildi helsst fá, enda leikmaður á besta aldri og með mikla reynslu. Hann lýkur þessu tímabili í Póllandi og færir sig yfir til Þýskalands í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert