Kemur vonandi niður fyrir páska

Ulrik Wilbek er íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins.
Ulrik Wilbek er íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. AFP

Danska handknattleikssambandið vill ekki svara gagnrýni Jans Pytlicks, fráfarandi þjálfara kvennalandsliðs Dana, sem er óhress með að hafa verið sagt upp störfum og lýsti yfir vonbrigðum með lítinn stuðning frá sambandinu og íþróttastjóranum Ulrik Wilbek undanfarin tvö ár.

„Morten Stig (framkvæmdastjóri) er í fríi. DHF hefur ekki annað um þetta að segja en að við vonum að hann komi niður af krossinum fyrir páska," sagði fjölmiðlafulltrúi sambandsins, Finn Tage Jensen, við TV2 í dag. 

Þar vísaði hann til ummæla Pytlicks um að sín tilfinning væri sú að hann hefði hangið á krossi undanfarin tvö ár og blætt út hægt og rólega.

Hékk á krossinum og blæddi út hægt og rólega.

Ulrik Wilbek sagði við fréttastofuna Ritzau að hann gæti ekki svarað almennilega gagnrýninni frá Pytlick því hún væri ekki sérlega nákvæm og hann vissi ekki alveg hvað þjálfarinn fráfarandi væri að fara með henni.

„Sjálfum finnst mér að ég hafi varið miklum tíma í að styrkja stoðirnar í kringum þjálfara og leikmenn. Ég hef því veitt mikinn stuðning en hef fullan skilning á því að Jan sé með aðra sýn á hlutina. En handknattleikssambandið stóð vel við bakið á honum," sagði Wilbek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert