Sautján ára Selfyssingur

Ómar Ingi Magnússon (t.h.) lokar á Jóhann Gunnar Einarsson Aftureldingu.
Ómar Ingi Magnússon (t.h.) lokar á Jóhann Gunnar Einarsson Aftureldingu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Það gerist ekki mikið skemmtilegra en þetta,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir að liðið tryggði sér sigur í deildabikarkeppni Handknattleikssambands Íslands, FÍ-bikarnum, í gær.

Liðið lagði þá Aftureldingu 34:33 eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni, nokkuð sem er ekki algengt í handboltanum.

Ómar Ingi átti flottan leik, bæði í gær, þar sem hann gerði 7 mörk og eins á laugardaginn þegar hann skoraði átta mörk fyrir Val þegar liðið lagði FH í undanúrslitunum, einnig í tvíframlengdum leik.

Sjá samtal við Ómar Inga í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert