„Gott að taka við liðinu af Erlingi“

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/thsv-eisenach.de

„Það verður gott að taka við liði West Wien af Erlingi Richardssyni. Ég hef verið í góðu sambandi við hann og svo getur maður verið fullviss um að lið sem hann hefur þjálfað verður í góðu standi.“

Þetta segir Hannes Jón Jónsson, handknattleiksmaður hjá Eisenach í Þýskalandi í Morgunblaðinu í dag, en hann tekur í sumar við þjálfun austurríska liðsins West Wien af Erlingi – sem þá fer til Þýskalands til að taka við Füchse Berlín af Degi Sigurðssyni.

Hannes, sem verður 35 ára í febrúar, samdi til tveggja ára með hefðbundnu ákvæði um framlengingu eftir það. Hann kvaðst hafa heyrt í forráðamönnum West Wien um mánaðamótin nóvember/desember.

Sjá samtal við Hannes Jón í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert