Bikarúrslitin í Höllinni í dag

Eyjamenn verða fjölmennir í Laugardalshöllinni í dag.
Eyjamenn verða fjölmennir í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Kristinn

Það verður mikið stuð í Laugardalshöllinni í dag en þá verður leikið til úrslita í Coca Cola bikarkeppni karla- og kvenna.

Klukkan 13.30 leiða Valur og Grótta saman hesta sína í kvennaflokki. Þar má reikna með hörkuleik. Valur er ríkjandi bikarmeistari en Grótta, sem trónir á toppi Olís-deildarinnar, hefur aldrei unnið bikarinn.

Klukkan 16 mætast svo FH og ÍBV í karlaflokki. Eyjamenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en þeir slógu Hauka út í undanúrslitunum í gærkvöld með frábærum lokakafla en áður hafði FH borið sigur úr býtum gegn Val í háspennuleik sem þurfti að tvíframlengja,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert