ÍBV bikarmeistari eftir spennuþrunginn leik

ÍBV varð bikarmeistari í handknattleik karla þegar liðið vann nauman sigur á FH, 23:22, í hörkuleik í úrslitum Coca Cola –bikars karla í Laugardal. FH skoraði tvö síðustu mörk leiksins og átti síðustu sóknina og var nærri því að jafna metin en Kolbeinn Arnarson, markvörður ÍBV, varði síðasta skotið nokkrum sekúndum fyrir leikslok frá Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem var aðþrengdur.

ÍBV er þar  með í annað sinn bikarmeistari en liðið vann einnig fyrir 24 árum í fyrsta og eina sinn sem liðið hefur komist í úrslit keppninna þangað til í dag.

FH-ingar byrjuðu leikinn betur og voru lengst af með forystuna þótt leikmönnum ÍBV tækist stöku sinum að jafna metin. Ágúst Elí Björgvinsson varði vel sem munaði miklu meðan Kolbeinn Arnarson, markvörður ÍBV, átti erfitt uppdráttar þótt hann næði sér á strik þegar á leið.

FH náði fjögurra marka forskoti, 10:6 og síðan þremur mörkum, 11:8, og fengu tvö hraðaupphlaup til að bæta við forskot sitt.  Það tókst ekki og þegar við bættist að Eyjamenn komust í þrigang inn í sendingar  í sóknarleik FH og skoruðu í framhaldinu mörk eftir hraðaupphlaup var forskotið fljótt að fara enda var staðan jöfn í hálfleik, 11:11.

Svo viritist sem tvíframlengdur leikur FH-ingar gegn Val í gærkvöldi væri farinn að segja til sín hjá FH-liðinu í byrjun síðari hálfleiks. Það missti Eyjamenn fljótlega talsvert framúr sér sem nam fimm til sex mörkum. En FH-ingar bitu frá sér  og þegar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins þrjú mörk, 21:18.

FH-ingar fengu í tvígang færi til að minnka muninn í tvö mörk en það tókst að minnka forskotið í tvö mörk með marki Jóhanns Birgirs Ingvarssonar þremur mínútum fyrir leikslok, 23:21. Dramatíkin var mikil í lokin og FH-ingar nærri því að jafna en vantaði herslumuninn upp á en gríðarleg barátta liðsins eftir erfiðan tvíframlengdan undanúrslitaleik í gær gegn Val er aðdáunarverð.

Eyjamenn eru handhafa beggja stóru titlana í handknattleik karla og virðast til alls líklegir en liðið sýndi gríðarlega baráttu í báðum leikjum helgarinnar og stóð uppi sem verðskuldaður sigurvegari með frábæra stuðningsmenn sér að baki.

Stemningin í Laugardalshöllinni var frábær og hún var ekki síst að þakka stuðningsmönnum ÍBV sem voru fjölmennir og settu sterkan svip á leikinn. Stuðningsmenn FH gerðu sitt besta.

Fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

FH 22:23 ÍBV opna loka
60. mín. ÍBV á skot í stöng - 50 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert