Gríðarlega mikilvæg stig

„Þetta voru gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur, enda ætlum við okkur í úrslitakeppnina,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar eftir 26:24 sigur liðsins á Fram í Olísdeild karla í handknattleik í Safamýrinni í dag.

Atli sagði leikinn hafa verið köflóttan en sem betur fer hafi Akureyri náð að vera yfir þegar flautað var til leikskloka. „Byrjunin var nú ekki góð hjá okkur, lentum 5:1 undir, en tókum leikhlé og náðum að jafna. Síðan komumst við þremur mörkum yfir en það forskot fór á hálfri mínútu eða svo,“ sagði Atli

Hann var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk frá stúlknaflokki Akureyrar sem varð bikarmeistari fyrr í dag þar sem meistaraflokkur karla fylgdist með og stelpurnar launuðu þeim það með því að mæta í Safamýrina og styðja við bakið á þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert