Ísak fékk heilahristing

Ísak Rafnsson ásamt föður sínum, Rafni Oddssyni.
Ísak Rafnsson ásamt föður sínum, Rafni Oddssyni. mbl.is/Kristinnn

Stórskyttan Ísak Rafnsson, leikmaður FH, verður frá æfingum og keppni um óákveðinn tíma en hann fékk heilahristing í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV á laugardaginn. Ísak þurfti að yfirgefa völlinn þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og hann var fluttur til skoðunar á Landspítalanum eftir leikinn.

„Þessi höfuðmeiðsli hjá Ísak þýða bara að hann verður að fá tíma til að jafna sig. Það er ljóst að hann verður í burtu í einhvern tíma. Hann fékk heilahristing og við hættum ekki á neitt varðandi svona meiðsli. Við verðum að meðhöndla hann með mikilli varúð og hann mun fá þann tíma sem hann þarf. Ég veit að það verður erfitt að halda honum í burtu frá vellinum. Hann er bara þannig gerður en svona meiðsli verður að taka alvarlega og við munum ekki taka neina áhættu hvað þetta varðar. Vonandi nær hann sér sem fljótast,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH-inga við Morgunblaðið í gær.

FH-ingar verða þar með án Ísaks í Hafnarfjarðarslagnum gegn Haukum á fimmtudaginn og þá mun hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson missa af næstu leikjum en hann er meiddur á ökkla. Benedikt sneri sig á ökklanum í undanúrslitaleiknum gegn Val á föstudagskvöldið og hann gat lítið beitt sér í úrslitaleiknum vegna meiðslanna enda ökklinn mjög bólginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert