Eins og í gamla daga

Eva Margrét Kristinsdóttir fagnar bikarsigri Gróttu á laugardaginn.
Eva Margrét Kristinsdóttir fagnar bikarsigri Gróttu á laugardaginn. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Eftir að Kári Garðarsson tók við þjálfun Gróttuliðsins aftur sumarið 2013 þá nefndi hann það við mig öðru hverju hvort ég vildi ekki byrja aftur en það var ekki fyrr en í brúðkaupi hjá Írisi [Björk Símonardóttur] markverði í sumar sem ég sagði að ég gerði upp hug minn,“ segir Eva Margrét Kristinsdóttir, nýkrýndur bikarmeistari með handknattleiksliði Gróttu.

Eva María hefur leikið sífellt stærra hlutverk í vörn Gróttu á keppnistímabilinu og ásamt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur hefur liðið á að skipa afar öflugri vörn sem lagði grunn að stórum sigri Gróttu í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins við Val á síðasta laugardag og skilaði liðinu toppsæti Olís-deild kvenna.

„Ég lagði skóna á hilluna fyrir sex árum en byrjaði aftur í haust. Í sigurgleðinni um helgina dró mamma fram úrklippubók þar sem meðal annars var að finna viðtal við mig úr Morgunblaðinu þar sem haft er eftir mér að ég sé hætt en útiloki ekki að ég taki fram skóna síðar,“ sagði Eva Margrét létt í bragði í gær.

Eva Margrét er lögfræðingur í velferðarráðaneuytinu. Hún lætur það ekki nægja auk handboltans heldur er hún í Kvennakórnum Kötlu, er í hjálparsveit, situr í íþrótta- og tómstundarráði Seltjarnarness, er varabæjarfulltrúi og einnig formaður Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi.

Sjá nánar viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert