Fær Aron rússneskan lærisvein?

Konstantin Igropulo í uppstökki í kappleik með rússneska landsliðinu.
Konstantin Igropulo í uppstökki í kappleik með rússneska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rússneski handknattleiksmaðurinn Konstantin Igropulos verður að öllum líkindum lærisveinn Arons Kristjánssonar hjá danska meistaraliðinu KIF Kolding Köbenhavn á næsta keppnistímabili. Hermt er að samningaviðræður milli hans og KIF séu á lokastigi og að danska liðið muni hafa betur í kapphlaupinu við Flensburg-Handewitt um Rússann.

Konstantin Igropulo hefur undanfarin ár leikið undir stjórn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlín. Honum stendur ekki til boða nýr samningi hjá Berlínarliðinu. 

Igropulo er ætlað að fylla skarð Svíans Kim Andersson sem flytur sig sennilega til höfuðborgar Parísar í sumar og veðrur samherji Róberts Gunnarssonar hjá stórliðinu PSG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert