Rislítill sigur ÍR-inga

ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson í baráttunni við Hrannar Mána Gestsson varnarmann …
ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson í baráttunni við Hrannar Mána Gestsson varnarmann HK-inga. Eggert Jóhannesson

ÍR heldur sínu striki í þriðja sæti Olís-deildar karla í handknattleik en liðið vann í kvöld botnlið HK, 31:28, í íþróttahúsinu við Austurberg eftir að verið með sex marka forskot í hálfleik, 18:12.

Þrátt fyrir að mikill munur sé að liðunum í deildinni þá var ekki mikill munur á liðunum í kvöld, lengst af og ljóst að svo frammistaða dugir ÍR-ingum ekki gegn sterkari liðum  deildarinnar. Óhætt er að segja að lítill glæsibragur hafi verið á leik ÍR-liðsins og á tíðum leit út fyrir að leikmenn liðsins hefðu takmarkaðan áhuga fyrir leiknum.

HK-liðið reyndi hvað það gat og minnkaði muninn í 19:17, snemma í síðari hálfleik og í eitt mark í blálokin en mistök leikmanna liðsins voru alltof mörg þegar mest reið á.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

ÍR 31:28 HK opna loka
424. mín. Svavar Ólafsson (ÍR) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert