Afturelding upp í annað sæti á ný

Jóhann Gunnar Einarsson úr Aftureldingu og Ari Pétursson, Stjörnunni.
Jóhann Gunnar Einarsson úr Aftureldingu og Ari Pétursson, Stjörnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding komst upp í annað sæti Olís-deildar karla í handknattleik á nýjan leik í kvöld með átta marka sigri á Stjörnunni, 34:26, í TM-höllinni í Garðabæ. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Mosfellingar öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og juku smátt og smátt við muninn. Jafnt var í hálfleik, 13:13.

Afturelding skoraði fjögur fyrstu mörk síðari hálfleik og gaf þar með tóninn. Varnarleikurinn var góður og Davíð Svansson vaknaði heldur betur til lífsins í markinu. í kjölfarið buldi hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru á marki Stjörnunnar.

Um  miðjan síðari hálfleik var munurinn, fimm mörk, 22:17, og á næstu tíu mínútum bættu Mosfellingar í og náðu verðskulduðu forksoti gegn ráðleysislegum Stjörnumönnum sem gerðu sig seka um alltof mörg einföld mistök í síðari hálfleik.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Stjarnan 26:34 Afturelding opna loka
60. mín. Sverrir Eyjólfsson (Stjarnan) rautt spjald - fyrir að hrinda Gunnari. Held að dómararnir hafi tekið mannvilt því mér sýndist Vilhjálmur ganga harðast fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert