Toppliðið vann meistarana

Geir Guðmundsson sækir að marki ÍBV á Hlíðarenda í kvöld.
Geir Guðmundsson sækir að marki ÍBV á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur og ÍBV mættust í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olís-deildinni, í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda klukkan 19.30. Valur sigraði 25:18 en liðið var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik 14:11. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Valsmenn áttu frumkvæðið mestan hluta leiksins og náði strax forystu í fyrri hálfleik. Liðið hélt vel dampi í síðari hálfleik og hleypti Eyjamönnum ekki inn í leikinn. Neistann vantaði í lið ÍBV og var leikurinn eiginlega dæmigerður fyrir fyrsta deildarleik liðs eftir bikarmeistaratitil, alla vega hvað baráttugleðina varðar. 

Valur er í toppsæti deildarinnar með 34 stig en Íslands- og bikarmeistarar ÍBV eru í 6. sæti með 20 stig.

Stephen Nielsen varði vel í marki Vals, alls 24 skot. Geir Guðmundsson var mikinn í fyrri hálfleik og skoraði þá 7 mörk en var hvíldur nokkuð í síðari hálfleik. Einar Sverrisson var góður í fyrri hálfleik fyrir ÍBV og Agnar Smári Jónsson í þeim síðari.

Valur 25:18 ÍBV opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert