Átta mörk Sigurbergs ekki nóg

Sigurbergur Sveinsson skoraði 8 mörk.
Sigurbergur Sveinsson skoraði 8 mörk. mbl.is/Golli

Sigurbergur Sveinsson, landsliðsmaður í handknattleik, var markahæstur hjá Erlangen í kvöld þegar lið hans sótti Hannover-Burgdorf heim í þýsku 1. deildinni.

Sigurbergur skoraði 8 mörk en það var ekki nóg því Burgdorf vann leikinn, 35:33. Rúnar Kárason skoraði 3 mörk fyrir Burgdorf en Ólafur A. Guðmundsson ekkert.

Burgdorf er í 11. sæti deildarinnar með 25 stig en Erlangen er í 18. og næstneðsta sætinu með 16 stig, þremur stigum frá því að komast úr fallsæti, en fjögur lið falla úr deildinni í ár.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach sem tapaði, 27:32, fyrir Minden á heimavelli. Gummersbach er í 8. sæti með 27 stig.

Magdeburg, undir stjórn Geirs Steinssonar, gerði jafntefli, 31:31, við Wetzlar á útivelli. Magdeburg er með 40 stig í þriðja sæti deildarinnar, á eftir Kiel, sem er með 48 og Rhein-Neckar Löwen sem er með 46 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert