Sex marka sigur Akureyringa

Kristján Orri Jóhannsson, Akureyri, og Hákon Daði Styrmisson, ÍBV, í …
Kristján Orri Jóhannsson, Akureyri, og Hákon Daði Styrmisson, ÍBV, í hörðum slag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Akureyri vann ÍBV í lokaleik 24. umferðar Olísdeildarinnar í handbolta í dag, 25:19. Sigurinn kom þeim upp að hlið Eyjamanna en liðin berjast, ásamt Haukum um fimmta sætið í deildinni.

Heimamenn voru með undirtökin allan fyrri hálfleik og spiluðu af skynsemi með Heimi Örn Árnason í leikstjórnandastöðunni. Mest náðu þeir fimm marka forskoti en staðan var 13:9 í hálfleik. Eyjamenn söxuðu á forskotið og hefðu átt að jafna leikinn um miðjan síðari hálfleik. Hreiðar Levý, markvörður Akureyringa, sá hins vegar til þess að heimamenn sigu aftur fram úr og unnu að lokum öruggan og sanngjarnan sigur.

Akureyri 25:19 ÍBV opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert