Sigur í síðasta leiknum gegn Sviss

Arna Sif Pálsdóttir skorar í leik gegn Sviss.
Arna Sif Pálsdóttir skorar í leik gegn Sviss. mbl.is/Ómar

Ísland vann Sviss í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna þar í landi 28:24. Þórey Rósa Stefánsdóttir, Karen Knútsdóttir og Ramune Pekarskyte skoruðu allar sex mörk fyrir Ísland og voru markahæstar.

Ísland vann þar með báða leikina sem voru opinberir vináttulandsleikir en Ísland tapaði hins vegar æfingaleik sem leikinn var fyrir luktum dyrum í gær 25:21 en vann fyrsta leikinn 27:23.

Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir komandi umspilsleiki við Svartfjallaland í júní um laust sæti á HM sem fram fer í desember.

Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 6, Ramune Pekarskyte 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

----------

60. Leik lokið, 24:28. Karen Knútsdóttir skoraði síðasta mark leiksins.

59. Karen Knúts skorar 27. mark Íslands, erum að sigla þessu í höfn!

55. Staðan er 22:26. Birna Berg Haraldsdóttir, Karen með mark úr víti og Þóra Rósa með síðustu þrjú mörk.

50. Staðan er 19:23. Ágúst Jóhannsson þjálfari tekur leikhlé. Þóra Rósa Stefánsdóttir, Rut Jónsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir sem skoraði tvívegis hafa skorað mörkin frá því í síðustu uppfærslu.

42. Staðan er 16:19. Karen Knútsdóttir skoraði úr víti og Ramune Pekarskyte kom Íslandi í 19:14. Síðan þá hafa þær svissnesku skorað tvö mörk.

35. Staðan er 13:17. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir með mörk Íslands. Fjögurra marka munur. Sviss saxar á forskotið.

30. Hálfleikur. Staðan er 10:15. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði mark Íslands. Fimm marka munur í hálfleik. Vel gert!

27. Staðan er 8:14. Karen Knútsdóttir með sitt annað mark - bæði úr vítaköstum.

23. Staðan er 7:13. Góður sprettur íslenska liðsins og Ramune er komin með 5 mörk.

20. Staðan er 7:9. Ramune með 4 mörk og Rut með 2 fyrir Ísland.

17. Staðan er 6:8. Ísland komið með tveggja marka forskot í fyrsta sinn eftir mark Rutar Jónsdóttur. Síðan mistök á  báða bóga og ekkert skorað.

13. Staðan er 6:7. Sama þróun á leiknum. Ísland nær  forystunni, Sviss jafnar. Ramune Pekarskyte er komin með 4 mörk fyrir íslenska liðið.

8. Staðan er 4:5, Ísland er yfir. Hefur fimm sinnum náð forystu og heimakonur alltaf jafnað metin.

4. Liðin hafa skorað til skiptis á upphafsmínútum leiksins. Ramune Pekarskyte er komin með tvö mörk. Staðan 4:3 fyrir Ísland.

1. Leikurinn er hafinn.

Ísland vann fyrsta leikinn á fimmtudaginn, 27:23, en Sviss vann leik númer tvö í gær, 25:21. Íslenska liðið er að búa sig undir umspilsleiki HM gegn Svartfjallalandi sem fram fara í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert