Við erum drullugóðir

Kristján Orri Jóhannsson.
Kristján Orri Jóhannsson. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Kristján Orri Jóhannsson var í fantaformi þegar Akureyringar lögðu Eyjamenn í Olís-deild karla í dag, 25:19, á Akureyri. Skoraði hann níu mörk úr jafn mörgum skotum. Kristján Orri hrósaði liði sínu í leikslok.

Þetta var glæsilegt. Vörnin okkar var frábær og Hreiðar að verja hrikalega vel. Sóknarleikurinn var líka agaður og Nicklas var að mata mig í horninu. Ég þakkaði bara pent og nýtti mér það. Líklega var þetta einn af okkar betri leikjum í vetur og við duttum aldrei niður í einhverja vitleysu. Ég lít á þetta sem fínan undirbúning fyrir framhaldið og úrslitakeppnina. Það er mikilvægt að toppa á réttum tíma og við sýndum það í dag að þegar við spilum eins og menn þá erum við drullugóðir.“

Nú var Sigþór Árni Heimisson ekki með í leiknum vegna meiðsla en það virtist ekki há liðinu. „Já sem betur fer söknuðum við hans ekki mikið. Annars er þetta hætt að vera fyndið hvað meiðslin varðar. Vonandi er þetta búið þannig að við getum stillt upp sterkasta hópnum í úrslitakeppninni“ sagði Kristján Orri að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert