Vopnin brýnd fyrir júníslaginn

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir kom af krafti inn í landsliðið í …
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir kom af krafti inn í landsliðið í ferðinni til Sviss. mbl.is/Golli

„Eftir þessa ferð erum við enn beittari og enn betur tilbúin fyrir leikina á móti Svartfjallalandi. Við þurfum núna að vinna vel úr þessu verkefni sem var að ljúka, bæði þjálfarar og leikmenn, og ég held að við komum í góðu standi til leiks í júní,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handknattleik, við Morgunblaðið í gær.

Ágúst var þá á heimleið frá Sviss eftir vikuferð þar sem þjóðirnar léku tvo opinbera vináttulandsleiki og einn æfingaleik fyrir luktum dyrum. Ferðin var afar mikilvægur þáttur í undirbúningnum fyrir tvo umspilsleiki við hið gríðarsterka lið Svartfjallalands um sæti á næsta heimsmeistaramóti, en leikið verður í fyrri hluta júní. Ísland vann tvo leikjanna við Sviss, 27:23 á fimmtudag og 28:24 á laugardag, en tapaði æfingaleiknum á föstudag, 25:21, þar sem sumir af bestu leikmönnum liðsins fengu að hvíla sig.

„Heilt yfir erum við bara nokkuð sátt með þessa ferð. Spilamennskan var góð á köflum og við náðum líka að gefa yngri leikmönnum tækifæri,“ sagði Ágúst.

Hann minntist sérstaklega á frammistöðu Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur frá Selfossi og Helenu Rutar Örvarsdóttur úr Stjörnunni, en þær eru aðeins 19 og 20 ára. Báðar léku á föstudag og stóran hluta lokaleiksins á laugardag.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert