Fjögurra marka sigur Stjörnunnar

Hilmar Pálsson, línumaður Stjörnunnar.
Hilmar Pálsson, línumaður Stjörnunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjarnan vann fjögurra marka sigur á HK þegar liðin mættust í Digranesi í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld, 30:26.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en gestirnir komust fjórum mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og héldu forskotinu fram að hálfleik. Staðan í hálfleik 14:18 en í þeim síðari mættu HK-ingar til leiks.

Þeim tókst að jafna metin snemma í síðari hálfleiknum og virtust Stjörnumenn gefa eftir í varnarleiknum. Gestirnir náðu þó að stíga aftur upp þegar um það bil fjórar mínútur voru eftir og fjögurra marka sigur í höfn.

Stjarnan jafnaði Fram að stigum með sigrinum, en bæði lið eru með sautján stig og berjast um að halda sæti sínu í deildinni. HK er fallið.

Mörk Stjörnunnar: Hilmar Pálsson 5, Egill Magnússon 5, Eyþór Magnússon 4, Þórir Ólafsson 4, Vilhjálmur Haldórsson 4, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Starri Friðriksson 2, Gunnar Harðarson 2, Milos Ivocevich 1.

Mörk HK: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Karl Bachmann 5, Daði Laxdal Gautason 4, Andri Þór Helgason 2, Guðni Már Kristinsson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Tryggvi Þór Tryggvason 1, Leó Snær Pétursson 1, Garðar Svansson 1, Máni Gestsson 1, Þorkell Magnússon 1,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert