Lykilmenn að klikka

„Þetta var ekki nógu gott. Ég var óánægður með fyrri hálfleikinn, sérstaklega varnarlega, við náum aldrei takti í dag og erum alltaf í vandræðum. Og að sama skapi þegar við vinnum boltann þá erum við að fara illa með þessi hraðaupphlaup sem við erum að fá í leiknum. Við verðum að nýta þau betur.“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV eftir átta marka tapið, 23:31 gegn Aftureldingu í kvöld.

Gunnar segir lykilmenn hafa klikkað í kvöld og segir það ekki mega gerast á móti jafn góðu liði og Afturelding hefur á að skipa.

„Sóknarlega eru lykilmenn, Aggi (Agnar Smári Jónsson) og Einar (Sverrisson) og einhverjir fleiri sem við eigum inni. Við þurfum að fá meira framlag frá þessum strákum ef við ætlum að vinna jafn gott lið og Aftureldingu. Lykilmenn að klikka, við eigum svolítið inni þar,“ sagði Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert