„Skiptir öllu að ná heimaleikjarétti“

Baráttuhundurinn Brynjar Steinarsson var ósáttur við leik ÍR í kvöld en liðið tapaði 20:25 fyrir toppliði Vals í Austurberginu í Olís-deildinni í handbolta. 

„Það er bara skandall að við séum að sýna svona leik á heimavelli fyrir fram okkar áhorfendur. Við eigum bara að skammast okkar fyrir þetta,“ sagði Brynjar sem er á sínu tuttugasta tímabili í meistaraflokki en lætur engan bilbug á sér finna og skoraði 3 mörk hjá toppliðinu eftir að hann kom inn á þegar 20 mínútur voru eftir.

ÍR saknaði hins vegar Björgvins Hólmgeirssonar í sókninni og hún var bitlítil, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Björgvin dregur mikið til sín en við eigum samt að hafa góða breidd. Við erum með efnilega unga leikmenn eins og mig,“ sagði Brynjar léttur en viðtalið við hann er að finna í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert