Aron hættir með Kolding

Aron Kristjánsson hættir með lið Kolding í vor.
Aron Kristjánsson hættir með lið Kolding í vor. mbl.is/Eva Björk

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik og þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding, mun hætta þjálfun danska liðsins að tímabili loknu. Þetta fullyrða danskir fjölmiðlar í dag.

Samkvæmt BT hafa forráðamenn Kolding nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Arons, en hann átti að renna út árið 2017. Aron gerði liðið að dönskum meisturum annað árið í röð á dögunum, auk þess sem hann varð bikarmeistari í fyrra.

Forráðamenn Kolding neita þó að samstarfinu sé að ljúka í illu þrátt fyrir að Aron hafi átt tvö ár eftir af samningi sínum. Félagið sé hins vegar ekki í stakk búið til að borga undir fjölskyldu Arons frá Íslandi til Danmerkur, það sé ekki í fjárhagsstöðu til þess.

Aron tók við liði Kolding í febrúar á síðasta ári, fyrst tímabundið í stað Henriks Kronborg sem veiktist. Samningur hans var hins vegar framlengdur til þriggja ára í sumar.

Ýtir þetta undir sögusagnir um að Haukar muni falast eftir kröftum Arons á ný, en Patrekur Jóhannesson mun sem kunnugt er láta af störfum hjá Hafnarfjarðarliðinu eftir tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert