Akureyri í fimmta sæti

Adam Haukur Baumruk skýtur að marki Akureyringa í dag.
Adam Haukur Baumruk skýtur að marki Akureyringa í dag. Kristinn Ingvarsson

Akureyri komst í upp í fimmta sæti Olís-deildar karla í handknattleik með fimm marka sigri á Haukum, 25:20, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Akureyri var með þriggja marka forskot í hálfleik, 13:10.

Haukar náðu að komast tveimur mörkum yfir, 18:16, þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en þá sneru Akureyringar við blaðinu á nýjan leik og komust yfir, ekki síst fyrir góðan varnarleik og markvörslu Tomasar Olasonar í markinu.

Eftir að hafa náð tveggja marka forskoti, 18:16, skoruðu leikmenn Hauka ekki í 11 mínútur. Þeir voru óheppnir með skot sín á þeim kafla auk þess sem Tomas varði vel. Akureyringar náðu þriggja marka forskoti, 21:18, og svo virtist sem leikmönnum Hauka félli allur ketill í eld og þeir misstu móðinn.

Leikmenn Akureyrar voru skynsamir í sóknarleik sínum síðasta stundarfjórðunginn. Sóknirnar voru langar og menn biðu þolinmóðir eftir sínum tækifærum.

Nánar verður fjallað um leikinn á mbl.is síðar í dag.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Haukar 20:25 Akureyri opna loka
60. mín. Tomas Olason (Akureyri) varði skot - frá Vilhjálmi Geir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert