Patrekur ómyrkur í máli

„Ég var enga veginn ánægður með fyrri hálfleikinn. Menn skildu eftir heima það sem þarf að vera fyrir hendi í leikjum svo sem vilji og talandi," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og var ómyrkur í máli í garð sinna manna eftir fimm marka tap, 25:20, fyrir Akureyri í lokaleik 25. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni í dag. 

„Fyrsti stundarfjórðungurinn í síðari hálfleik var betri og þá náðum við tveggja marka forskoti og fengum möguleika  til þess að bæta við forskotið en fórum illa að ráði okkar. Akureyringar komust inn í leikinn á nýjan leik og við náðum ekki að komast af stað aftur. Of margir áttu slakann dag jafnt í vörn sem sókn," sagði Patrekur. 

„Mér finnst að þegar menn mæta í handboltaleik þá verði þeir að sýna meira líf en þeir gerðu í dag. Ef við ætlum okkur eitthvað í úrslitakeppninni þá þýðir ekki að mæta með sama hugarfari og í dag. Það er handbolti í liðinu en leikurinn gengur út á margt fleira en mörk að mínu mati," segir Patrekur og sendir leikmönnum sínum tóninn.

Nánar er rætt við Patrek á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert