Björgvin Páll áfram hjá Bergischer HC

Björgvin Páll Gústavsson verður áfram hjá Bergischer næstu tvö ár.
Björgvin Páll Gústavsson verður áfram hjá Bergischer næstu tvö ár. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við þýska 1. deildarliðið Bergischer HC. Hann staðfesti þetta við mbl.is í morgun.

Björgvin Páll hefur verið í herbúðum Bergischer undanfarin tvö ár og líkað vel. Þar áður var hann um tveggja ára skeið hjá SC Magdeburg og í eitt ár hjá Bittenfeld en atvinnumannaferil sinn hóf Björgvin Páll hjá svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen.

Nokkuð er síðan Björgvin Páll fékk tilboð frá félaginu um nýjan samning. Hann hefur hinsvegar legið undir feldi og skoðað sín mál áður en hann ákvað að skrifa undir samninginn.

Bergischer situr í 11. sæti af 19 liðum í þýsku 1. deildinni. Liðið vann góðan sigur á Evrópumeisturum Flensburg í gær, 36:31, á heimavelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert