„Við vissum að Stephen myndi hjálpa okkur“

Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaðurinn reyndi hjá Fram, var að vonum ánægður með að Fram haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni að ári. Hann virðist þó ekki hafa haft miklar áhyggjur af gangi mála úr því sem komið var og sagði danska markvörðinn Stephen Nielsen hjá Val hafa rétt sínum gömlu samherjum í Fram hjálparhönd. 

Valur vann Stjörnuna í Garðabænum og þá var ljóst að Fram væri sloppið við fall niður í 1. deild þó liðið hafi tapað fyrir Haukum 23:27 í Safamýri.

„Síðustu þrír leikir á undan þessum þar sem við unnum ofboðslega fyrir hverjum einasta sigri, það eru þeir sem héldu okkur uppi,“ sagði Stefán Baldvin Stefánsson við mbl.is en hann skoraði 3 mörk gegn Haukum í kvöld. 

Stefán Baldvin Stefánsson, Fram.
Stefán Baldvin Stefánsson, Fram. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert