Virkilega stoltur af strákunum

„Ég er virkilega stoltur af strákunum í kvöld, þetta var sennilega erfiðasta verkefnið sem við gátum fengið svona handboltalega á Íslandi. Koma hingað til Eyja í úrslitakeppni og mæta þessu frábæra liði,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir að liðið vann ÍBV í Vestmannaeyjum 22:21 og er þar með komið áfram í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn.

„Gríðarlegur vilji og barátta skóp sigurinn, þeir slógu okkur útaf laginu í byrjun leiks og við vorum á hælunum fyrstu 15 mínútur leiksins. Þegar við fórum að ná takti í þetta þá litum við betur út og fannst við vera sterkari aðilinn.“

Þið fáið ÍR eða Akureyri í undanúrslitum, hvernig líst þér á þá mótherja?

„ÍR og Akureyri eru frábær lið, frábærlega mönnuð og með frábæra þjálfara og vel skipulögð, við erum bara spenntir.“

Myndbandsviðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert