Egill og Pétur í landsliðið

Egill Magnússon lék afar vel með Stjörnunni í vetur þó …
Egill Magnússon lék afar vel með Stjörnunni í vetur þó að það dygði ekki til að halda liðinu uppi í Olís-deildinni. mbl.is/Golli

Tveir nýliðar eru í íslenska landsliðshópnum sem Aron Kristjánsson þjálfari tilkynnti í dag fyrir leikina gegn Serbíu í lok mánaðarins í undanriðli Evrópumóts karla í handknattleiks.

Skyttan unga Egill Magnússon úr Stjörnunni og línumaðurinn Pétur Júníusson úr Aftureldingu eru nýliðarnir í hópnum. Í hópnum er einnig Sverre Jakobsson sem taldi líklegast að hann hefði spilað sína síðustu landsleiki á HM í Katar í janúar en útilokaði þó ekki að spila fleiri leiki óskaði Aron þjálfari þess.

Rúnar Kárason kemur á ný inn í hópinn eftir að hafa verið nýstiginn upp úr meiðslum þegar HM fór fram, og hið sama má segja um Ólaf Guðmundsson. Sigurbergur Sveinsson dettur hins vegar úr hópnum sem lék í Katar.

Liðið mætir Serbum í Laugardalshöll þann 29. apríl og í Nis í Serbíu þann 3. maí.

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club 

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Egill Magnússon, Stjarnan
Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona
Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach
Kári Kristján Kristjánsson, Valur
Ólafur Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf
Pétur Júníusson, Afturelding
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS

Pétur Júníusson er burðarás í liði Aftureldingar sem er komið …
Pétur Júníusson er burðarás í liði Aftureldingar sem er komið í undanúrslit Íslandsmótsins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert