Alfreð og Aron auðveldlega til Kölnar

Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson komust í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu …
Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson komust í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Thorir O. Tryggva 898-3357

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel komust auðveldlega áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik með sigri á ungverska liðinu Pick Szeged í kvöld, 31:23, en leikið var í Kiel. Aron Pálmarsson spilaði mjög vel í leiknum og skoraði 2 mörk.

Kiel hóf leikinn af miklum krafti og var fljótlega komið í þá þriggja marka forystu sem liðið þurfti til þess að koma áfram en staðan var 18:10 í hálfleik. 

Fyrri leikur liðanna í Ungverjalandi  fór 31:29 og því þurfti Kiel að halda vel á spöðunum til að komast áfram sem og það gerði. Kiel verður eina þýska liðið sem spilar í Köln í „Final Four“ leikfyrirkomulaginu en hin liðin eru Barcelona frá Spáni, Kielce frá Póllandi og Veszprém frá Ungverjalandi. Dregið verður til undanúrslitanna á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert