Jóhann í tveggja leikja bann

Jóhann Jóhannsson.
Jóhann Jóhannsson. KRISTINN INGVARSSON

Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, er kominn í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann hlaut í tapi Aftureldingar gegn ÍR í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í gær.

„Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann að teknu tilliti til ítrekunaráhrifa,“ sagði á vef HSÍ um málið.

Staðan er 1:1 í einvíginu þar sem ÍR vann síðasta leik gegn Aftureldingu 25:24 í Breiðholti. Liðin mætast á ný á þriðjudag á heimavelli Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Hér sést Jóhann brjóta á Björgvin Hólmgeirssyni.
Hér sést Jóhann brjóta á Björgvin Hólmgeirssyni. Mynd/Skjáskot af vef RÚV.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert