Ólafur Víðir og Hákon taka við HK

Ólafur Víðir Ólafsson og Hákon Bridde, nýráðnir þjálfarar kvennaliðs HK.
Ólafur Víðir Ólafsson og Hákon Bridde, nýráðnir þjálfarar kvennaliðs HK. Ljósmynd/HK

Ólafur Víðir Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik hjá HK, og Hákon Bridde sem aðstoðarþjálfari. Þeir taka við af Hilmari Guðlaugssyni og Díönu Guðjónsdóttur.

Báðir eru þeir Ólafur Víðir og Hákon miklir HK-ingar, uppaldir hjá félaginu og fyrrverandi leikmenn þess. Ólafur Víðir varð bikarmeistari með HK árið 2003 og Íslandsmeistari 2012, og hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá félaginu í mörg ár. Hákon hefur einnig leikið mörg tímabil með meistaraflokknum ásamt því að þjálfa yngri flokka undanfarin ár.

HK hafnaði í 9. sæti Olís-deildarinnar í vetur, einu sæti frá því að komast í úrslitakeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert