ÍR-ingar sóttu sigur að Varmá

Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, með boltann í kvöld. Böðvar Páll …
Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, með boltann í kvöld. Böðvar Páll Ásgeirsson horfir á eftir honum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

ÍR er komið með yfirhöndina í einvíginu við Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik karla eftir að hafa lagt Mosfellinga með sex marka mun, 34:28, í þriðja leik liðanna í íþróttahúsinu að Varmá í kvöld. ÍR hefur þar með hlotið tvo vinninga en Mosfellingar einn. Næsti leikur liðanna verður í Austurbergi á fimmtudaginn og þar getur ÍR tryggt sér sæti í úrslitum með því að vinna.

Afturelding verður hinsvegar að vinna leikinn á fimmtudaginn til þess að knýja fram oddaleik í rimmunni.

ÍR-ingar voru sterkari lengst af leiksins í kvöld. Þeir voru með tveggja marka forskot í hálfleik, 17:15, og náðu um skeið sex marka forskoti í síðari hálfleik. Mosfellingum tókst að klóra í bakkann og minnka muninn í fjögur mörk. Nær komust þeir.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Afturelding 28:34 ÍR opna loka
60. mín. Jón Heiðar Gunnarsson (ÍR) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert