Kristinn semur við Førde

Kristinn Guðmundsson á sínum tíma með HK.
Kristinn Guðmundsson á sínum tíma með HK. Eva Björk Ægisdóttir

Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Guðmundsson hefur samið við norska handknattleiksfélagið Førde til þriggja ára en liðið leikur í C-deild norska kvennahandboltans. Þetta staðfesti Kristinn við mbl.is. í dag.

Á síðasta tímabili þjálfaði Kristinn ásamt Gunnari Líndal Sigurðssyni lið Stryn sem leikur í sömu deild og Førde en Gunnar hefur þjálfað liðið í fjögur ár.

Kristinn þjálfaði árið á undan lið Volda í 1. deildinni í Noregi en þar áður gerði hann karlalið HK að Íslandsmeisturum árið 2012.

Kristinn segir spennandi tíma framundan hjá Førde þar sem stöðugleikinn er mikill en félagið stefnir á það að fara upp um deild á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert