Eins marks sigur Framara

Guðrún Erla Bjarnadóttir úr Stjörnunni reynir að koma boltanum í …
Guðrún Erla Bjarnadóttir úr Stjörnunni reynir að koma boltanum í gegnum vörn Fram í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Fram sigraði Stjörnuna, 21:20, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í Framhúsinu í Safamýri í kvöld.

Leikurinn var jafn allan tímann en Fram var yfir í hálfleik, 12:11, og komst í 14:11 í byrjun síðari hálfleiks. Stjarnan jafnaði í 15:15 og síðan var mikil spenna til leiksloka en Fram komst í 21:19 þegar tvær mínútur voru eftir og það var of mikið fyrir Garðbæinga.

Ragnheiður Júlíusdóttir og Hulda Dagsdóttir skoruðu 5 mörk hvor fyrir Fram og Helena Rut Örvarsdóttir 5 fyrir Stjörnuna.

Nadia Bordon, markvörður Fram, sleit krossband í hné á dögunum en Hafdís Lilja Torfadóttir átti mjög góðan leik í marki liðsins og varði 17 skot.

Fram 21:20 Stjarnan opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert