Agnar Smári til Mors-Thy

Agnar Smári Jónsson í búningi Mors-Thy.
Agnar Smári Jónsson í búningi Mors-Thy. Ljósmynd/Mors-Thy

Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Hann verður þar með þriðji Íslendingurinn í herbúðum danska liðsins er fyrir eru þar Guðmundur Árni Ólafsson og Róbert Aron Hostert en sá síðarnefndi var samherji Agnars Smára í ÍBV fyrir ári þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Agnar Smári  kom til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum frá Val og hefur verið einn lykilmanna liðsins síðan. Hann skoraði m.a. markið sem innsiglaði sigur ÍBV-liðsins í oddaleiknum við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn fyrir ári. Agnar Smári varð bikarmeistari með ÍBV í febrúar sl. 

Agnar Smári Jónsson t.h. leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy næstu …
Agnar Smári Jónsson t.h. leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy næstu tvö árin. Mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert