Ilic og Vujin stóru nöfnin hjá Serbum

Momir Ilic er ein helsta driffjöður serbneska landsliðsins í handknattleik.
Momir Ilic er ein helsta driffjöður serbneska landsliðsins í handknattleik. AFP

Momir Ilic, leikmaður Veszprém í Ungverjalandi og Marko Vujin, örvhenta skyttan hjá þýska meistaraliðinu Kiel, er stærstu nöfnin í serbneska landsliðinu í handknattleik sem kemur til landsins eftir helgina og mætir íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumeistaramótsins í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið.

Dejan Peric, fyrrverandi landsliðsmaður sem nýlega tók við þjálfun landsliðsins, hefur valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í leikjunum tveimur við íslenska landsliðið í undankeppni EM. Fyrri viðureignin verður hér á landi á næsta miðvikudag en sú síðari í Nís sunnudaginn 3. maí. 

Serbar hafa fullt hús stiga eftir tvo leiki í undankeppninni. Íslendingar og Svartfellingar hafa tvö stig hvorir og Ísraelsmenn eru án stiga. 

Serbneski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

Markverðir: 

Dragan Marjanac, Bern Muri, Sviss
Dejan Milosavljev, RK Jugovic, Serbíu
Miroslav Kocic, Metalurg, Makedóníu

Aðrir leikmenn:

Momir Ilic, Veszprém, Ungverjalandi
Filip Marjanovic, RK Vojvdina, Serbíu
Mijajlo Marsenic, Metalurg, Makedóníu
Nemanja Ilic, Toulouse, Frakklandi
Petar Djodjic, HSV Hamburg, Þýskalandi
Marko Vujin, TWH Kiel, Þýskalandi
Darko Djukic, Metalurg, Makedóníu
Ilija Abutovic, RK Vardar, Makedóníu
Nemanja Mladenovic, HC Empor Rostock, Þýskalandi
Nenad Vuckovic, Melsungen, Þýskalandi
Rastko Stojkovic, HC Meshkov Brest, Hvíta-Rússlandi
Nemanja Zelenovic, RK Celje
Davor Cutura, Constanta, Rúmeníu
Dalibor Cutura, Constanta, Rúmeníu
Aleksandar Radovanovic, Cherbourg, Frakklandi 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert