Vont og versnaði en ég verð með

Jóhann Gunnar Einarsson meiddist í leik tvö í einvíginu en …
Jóhann Gunnar Einarsson meiddist í leik tvö í einvíginu en gat spilað í gær, þó ekki af fullum krafti. mbl.is/Kristinn

„Ég var ágætur fyrir leik en svo varð þetta verra og verra. Maður er samt ekkert að kvarta þegar maður er í úrslitakeppni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson við Morgunblaðið, með kælipoka á öxlinni, eftir sigur Aftureldingar á ÍR í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik.

Hann spilaði vel þrátt fyrir meiðsli en gat lítið sem ekkert skotið á markið, vegna axlarmeiðslanna sem hann varð fyrir í öðrum leik einvígisins. Jóhann kvaðst staðráðinn í að spila oddaleikinn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert