Ansi harður dómur

„Maður er aldrei sáttur að tapa eðlilega og við vorum kannski að mörgu leyti óheppnar í lokin, vorum komnar í góða stöðu en náum ekki að fylgja því nægilega vel eftir,“ sagði Kári Garðarson þjálfari Gróttu eftir tapið gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag en leikurinn endaði 30:29 fyrir ÍBV. Með sigrinum jafnaði ÍBV undanúrslitaeinvígið í 1:1.

„Ég var ekkert farinn að hugsa neitt lengra en leikinn á fimmtudaginn, við erum að spila gegn mjög góðu liði og við berum mikla virðingu fyrir ÍBV, þetta er sigursælt lið til margra ára og 3:0 í einvíginu var ekkert í gæludýrinu í mér þó svo að ég hefði ekkert hatað það,“ sagði Kári.

Anna Úrsúla fékk rautt á 3. mínútu leiksins en Kára fannst það vera harður dómur.

„Ég er sammála því að þetta er eitthvað, tvær mínútur finnst mér sanngjarnari dómur og mér finnst þetta vera ansi harður dómur og brotið ekki þess eðlis enda leikmaðurinn kominn inn á aftur eftir 2-3 mínútur. Heilt yfir fannst mér dómgæslan ekki vera góð í þessum leik, lítið samræmi og hlutir beggja megin ekkert endilega hjá okkur heldur á báða vegu,“ sagði Kári.

Nánar er rætt við Kára í ofanverðu myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert