Aron og félagar enda í toppsætinu

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá KIF Kolding tryggðu sér toppsætið í riðli eitt í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn með sigri á Tvis Holstebro 33:24 í dag.

Aron og félagar hafa 10 stig í toppsætinu, tveimur meira en Skjern sem leikur gegn Árósum í dag en Kolding-menn hafa betur í innbyrðisviðureignum í úrslitakeppninni gegn Skjern og munu því sama hvernig fer í dag, enda í 1. sæti.

Liðið mætir annað hvort Bjerringbro-Silkeborg eða Álaborg í undanúrslitaeinvíginu en liðin leika sannkallaðan úrslitaleik um sigur í undanriðli 2 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert