Loft verður lævi blandið

Koma Jóhanns Gunnars Einarssonar inn í lið Aftureldingar gegn Ír …
Koma Jóhanns Gunnars Einarssonar inn í lið Aftureldingar gegn Ír í fyrradag hafði jákvæð áhrif. Eva Björk Ægisdóttir

Loft verður væntanlega lævi blandið í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellsbæ á morgun þegar flautað verður til leiks í oddaviðureign Aftureldingar og ÍR í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. Leikið verður til þrautar á Varmá og sigurliðið mætir Haukum í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn. Flautað verður til leiks klukkan 16 og eftir því sem næst verður komist munu hugsanlega færri komast að en vilja á áhorfendabekkjunum en gríðarlegur áhugi er meðal stuðningsmanna beggja liða. Rúmlega 900 áhorfendur rúmast í salnum á Varmá eins og hann er uppsettur núna en 1.400 áhorfendur voru á fjórða leik liðanna í íþróttahúsinu í Austurbergi á fimmtudaginn.

Afturelding hefur ekki leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í 16 ár. Tólf ár eru liðin síðan ÍR-ingar komust í úrslitaleikina. Fáeinir leikmenn liðsins nú voru þá í liði ÍR. Má þar nefna Bjarna Fritzson og Sturlu Ásgeirsson auk Einars Hólmgeirssonar sem er annar þjálfari ÍR-liðsins nú ásamt fyrrgreindum Bjarna.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert