Ég „blakkaði“ út

Örn Ingi Bjarkason var frábær í dramatískum 30:29 sigri Aftureldingar á ÍR í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handknattleik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá liðin en lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 25:25 eftir jöfnunarmark Árna Braga Eyjólfssonar, hornamanns Mosfellinga.

„Þegar ég sá boltann fara inn, ég bara veit það ekki. Ég „blakkaði“ út, ég vissi ekkert hvað var í gangi. Allir byrjuðu að fagna eitthvað, við héldum samt haus og fórum ekki í eitthvað kjaftæði,“ sagði Örn Ingi sem fór fyrir sínum mönnum í dag og skoraði níu mörk.

Þrándi Gíslasyni, línumanni Akureyrar, er þökkuð góð innkoma í myndskeiðið sem má sjá hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert