Að duga eða drepast

Íslenska landsliðið býr sig af fullum krafti undir tvo landsleilki við sterkt lið Serbíu hér heima og ytra. Ásgeir Örn Hallgrímsson er klár í slaginn fyrir fyrri leikinn á miðvikudag en hann segir leikinn leggjast vel í sig.

Síðari leikurinn fer fram í Nis í Serbíu þann 3. maí.

„Þeir hafa tvær heimsklassa skyttur sitt hvoru megin sem við þurfum að leggjast vel yfirhvernig við ætlum að stoppa, það er helsti styrkleiki þeirra sóknarlega. Varnarlega eru þeir mjög hreyfanlegir og ákveðnir,“ sagði Ásgeir. 

„Þessir leikir tveir eru næstum því bara „do or die“ (duga eða drepast). Það vita allir af því. Við erum klárir,“ sagði Ásgeir Örn.

Ólafur Stefánsson er kominn inn í þjálfarateymi landsliðsins og segir Ásgeir hann vera góða viðbót við hópinn.

„Það er flott. Hann er strax byrjaður að gefa manni ráð og segja manni til, það er frábært. Virkilega góð viðbót,“ sagði Ásgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert