Bjarni Fritz tók Reyni á teppið

Bjarni Fritzson, ÍR.
Bjarni Fritzson, ÍR. Eva Björk Ægisdóttir

Bjarni Fritzson þjálfari ÍR-inga skaut föstum skotum á Reyni Þór Reynisson, handboltasérfræðing RÚV eftir oddaleik liðanna  í undanúrslitum karla eftir sárt tap ÍR-inga í gær gegn Aftureldingu.

Bergþóra Halldórsdóttir, eiginkona línumanns ÍR-inga, Jóns Heiðars Gunnarssonar, gagnrýndi Reyni í stöðuuppfærslu á Facebook og sagði hann vera með eindæmum leiðinlegur í garð ÍR-inga.

Töpin gerast líklega ekki sárari en tap ÍR-inga í gær en þeir glutruðu niður fjögurra marka forskoti á síðustu rúmu þremur mínútum leiksins. 

„Þá er maður búin að horfa aftur á leikinn og eitt af því sem situr í manni (ásamt grátlegu sorglegu tapi) er framganga svokallaðs sérfræðings RÚV sem var bæði hlutdrægur og með eindæmum neikvæður í umfjöllun sinni í þessum leik (og seinasta líka) - og þá sérstaklega í garð mannsins míns sem á lítið annað en hrós skilið fyrir sína spilamennsku undanfarna daga.

Þetta var frábær undanúrslitarimma - tvö frábær lið - frábær umgjörð - og mér finnst RÚV eiga að geta boðið upp á meiri fagmennsku.

#‎eiginkonunöldurhornið
#‎hefðiralvegeinsgetaðveraírauðutreyjunni“ sagði í Bergþóra í stöðuuppfærslu sinni á Facebook.

Bjarni Fritzson þjálfari ÍR tók undir þessa gagnrýni og skaut fast að Reyni þar sem hann sagði enga tilviljun að hann hefði verið rekinn úr hverju einasta þjálfarastarfi sem  hann hefði innt af hendi.

„Sammála Jón Heiðar búinn að eiga frábært tímabil og það að berja sig í gegnum ökklameiðslin og spila 100% í 8 erfiðum úrslitakeppnisleikjum segir hversu magnaður karakter hann er. Þýðir ekkert að hlusta á "sérfræðinginn" á Rúv. Því ef hann er svona mikill sérfræðingur þá hefði hann ekki verið rekinn úr hverju einasta þjálfarastarfi sem hann hefur innt af hendi.“ sagði Bjarni í athugasemd við stöðuuppfærslu Halldóru.“ sagði Bjarni í athugasemd við stöðuuppfærslu Bergþóru.

Reynir Þór Reynisson.
Reynir Þór Reynisson. Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert