Fram tók forystuna

Ásta Birna Gunnarsdóttir komin í skotstöðu í leiknum við Stjörnuna …
Ásta Birna Gunnarsdóttir komin í skotstöðu í leiknum við Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram er komið í 2:1 í einvíginu við Stjörnuna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á heimavelli, 23:21, í þriðja leik liðanna í kvöld.

Framarar voru skrefinu á undan Garðbæingum lungann út leiknum en leikurinn einkenndist af mistökum á báða bóga og taugaspennu. Fram náði fjögurra marka forskoti snemma í seinni hálfleik og þann mun náði Stjarnan ekki að brúa en tæpt stóð það því Stjarnan minnkaði muninn í eitt mark skömmu fyrir leikslok.

Hafdís Lilja Torfadóttir átti frábæran í leik marki Framara og varði 20 skot, þar af þrjú vítaköst og þá átti línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir stórgóðan leik.

Helene Rut Örvarsdóttir var öflug í liði Stjörnunnar og Florentina Stanciu stóð fyrir sínu í marki Garðabæjarliðsins.

Mörk Fram: Elísabet Gunnarsdóttir 8/2, Ragnheiður Júlíusdóttir 4/1, Marthe Sördal 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 1, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1.
Varin skot: Hafdís Lilja Torfadóttir 20/3.
Utan vallar: 14 mínútur

Mörk Stjarnan : Helena Rut Örvarsdóttir 10, Sólveig Lára Kjærnested 5/2, Þórhildur Gunnarsdóttir 3/1, Nataly Sæunn Valencia 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1, Aliana Tamasan 1.
Varin skot: Florentina Stanciu 16/3.
Utan vallar: 4 mínútur

Frá fyrsta leik Fram og Stjörnunnar í Fram húsinu.
Frá fyrsta leik Fram og Stjörnunnar í Fram húsinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Fram 23:21 Stjarnan opna loka
60. mín. Nataly Sæunn Valencia (Stjarnan ) fékk 2 mínútur 45 sekúndur eru eftir. Spennan er mikil.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert