ÍBV komið í forystu

Vera Lopez, leikmaður ÍBV, reynir markskot gegn Sunnu Maríu Einarsdóttur …
Vera Lopez, leikmaður ÍBV, reynir markskot gegn Sunnu Maríu Einarsdóttur og Karólínu Bæhrenz Lárudóttur, leikmönnum Gróttu. mbl.is/Árni Sæberg

Grótta og ÍBV mættust í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi í kvöld. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Lokatölur í leiknum urðu 25:22 fyrir ÍBV sem er það með komið í 2:1 í einvígi liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu.

Vera Lopes var atkvæðamest í liði ÍBV með 11 mörk og Anna Úrsúla var markahæst í liði Gróttu með 8 mörk.

Liðin mætast í fjórða leiknum í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöldið og þar geta Eyjakonur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu.

Drífa Þorvaldsdóttir úr ÍBV reynir hér að brjóta sér leið …
Drífa Þorvaldsdóttir úr ÍBV reynir hér að brjóta sér leið framhjá vörn Gróttu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Grótta 22:25 ÍBV opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert