Guðmundur Árni verður til taks

Guðmundur Árni Ólafsson og Arnór Þór Gunnarsson ræða málin á …
Guðmundur Árni Ólafsson og Arnór Þór Gunnarsson ræða málin á landsliðsæfingu. mbl.is/Þórður Arnar

Óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Peterssonar í leikjunum mikilvægu við Serbíu í undankeppni EM í handbolta sem framundan eru.

Alexander á við meiðsli að stríða og hefur örvhenti hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Mors-Thy í Danmörku, verið kallaður inn í hópinn af þeim sökum.

Ísland mætir Serbíu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöld kl. 19.30, og liðin mætast svo ytra á sunnudaginn kl. 17 að íslenskum tíma.

Serbar hafa unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa en Ísland vann Ísrael og tapaði svo fyrir Svartfjallalandi ytra snemma nýliðins vetrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert