Ólíklegt að Alexander verði með

Alexander Petersson í leik gegn Króatíu á HM í Katar.
Alexander Petersson í leik gegn Króatíu á HM í Katar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ólíklegt verður að teljast að Alexander Petersson verði með í fyrri landsleik Íslands gegn Serbíu í undankeppni Evrópumótsins á miðvikudaginn kemur en hann er að glíma við meiðsli í nára.

„Það er meira ólíklegt heldur en líklegt,“ sagði Alexander við mbl.is í dag þegar hann var spurður út í það hvort hann nái leiknum á miðvikudag.

Alexander varð fyrir meiðslunum fyrir viku og sagði að áætluður batatími væri 14 dagar.

„Ég ætla að reyna meira í kvöld og á morgun en við sjáum til, maður getur ekki sagt neitt. Þetta verða kannski kannski 10 dagar eða 20 dagar, maður veit aldrei, vonandi verð ég orðinn góður eftir viku,“ sagði Alexander.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert