Serbar búa sig undir „úrslitaleik“

Róbert Gunnarsson og Momir Ilic.
Róbert Gunnarsson og Momir Ilic. Kristinn Ingvarsson

Karlalandsliðs Serba í handknattleik mun væntanlega mæta dýrvitlaust í Laugardalshöll á miðvikudag þegar liðið mætir Íslandi, sínum sterkasta andstæðinga, eins og þeir kalla það, í umspilsriðli fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Póllandi á næsta ári, vitandi það að með sigri getið liðið farið langt með að tryggja sér sæti í lokakeppninni.

„Við undirbúum okkur fyrir þennan leik líkt og um úrslitin sé að ræða. Við vitum að Ísland mun gera allt sem í valdi þeirra stendur til að vinna í Reykjavík. Það eru fáir óvissuþættir og við vitum hvað þeir geta, við þurfum að stöðva þá ógn,“ sagði Dejan Peric þjálfari Serbanna í viðtali á heimsíðu lokakeppninnar í Póllandi.

Ísland mætir Serbíu hér heima miðvikudagskvöld en mætir síðan til Nís í Serbíu þann 3. maí.

„Við viljum vinna báða leiki og ráða örlögum okkar sjálfir,“ sagði Peric.

Skyttur Serbanna eru afar sterkar; Mom­ir Ilic, leik­maður Veszprém í Ung­verjalandi og Mar­ko Vuj­in hjá Kiel í Þýskalandi. Þó mun er ljóst að Íslendingar munu einnig þurfa að glíma við hina efnilega skyttu hjá HSV Hamburg, Petar Djorjic.

„Hann er besti vinstri skytta sinnar kynslóðar, hann bætir miklu við landsliðið,“ sagði Peric.

Staðan í riðlinum er þessi:
Serbía, 4 stig
Ísland, 2 stig
Svartfjallandaland, 2 stig
Ísrael 0 stig

Leikirnir sem Ísland á eftir:

Serbía heima, 29. apríl
Serbía úti, 3. maí
Ísrael úti, 10. júní
Svartfjallaland heima, 14. júní

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert