Stuðningsmenn ÍR til fyrirmyndar

Stuðningsmenn ÍR á leik í einvíginu gegn Aftureldingu.
Stuðningsmenn ÍR á leik í einvíginu gegn Aftureldingu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Afturelding og ÍR mættust í einum ótrúlegasta handknattleiksleik leiktíðarinnar síðasta sunnudag þar sem heimamenn í Mosfellsbæ höfðu betur eftir framlengdan leik en tap ÍR-inga verður ekki mikið sárara þar sem liðið var fjórum mörkum yfir þegar minna en fjórar mínutur voru eftir.

Yfir 1000 áhorfendur voru mættir á svæðið og tekur Hlynur Elfar Þrastarson, gjaldkeri handknattleiksdeildar Aftureldingar fram í fréttatilkynningu félagsins að stuðningsmenn ÍR-inga hafi verið til fyrirmyndar sem og frágangur þeirra eftir leik og að þeir hafi ekki látið sárt tapið breyta neinu.

„Að lokum vill Afturelding þakka ÍR fyrir frábæra keppni. ÍR–ingar voru frábærir á vellinum en að auki voru þeir líka til fyrirmyndar á pöllunum. Þegar þrífa átti stúkuna í leikslok eftir leik gærdagsins höfðu ÍRingar gengið frá öllu rusli og þrifið stúkuna sín megin. Vinnubrögð sem þessi eru til algerar fyrirmyndar og til marks um það frábæra starf sem er í gangi í Breiðholtinu.

Virðingarfyllst,
f.h hkd UMFA,
Hlynur Elfar Þrastarson“

Stuðningsmenn ÍR.
Stuðningsmenn ÍR. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert